LJÓÐ

Ljóðmæli

,,Sem skáld er Jónas í sínu innsta eðli náttúruskáld (natúralisti). Hin ytri náttúra, landið með dölum sínum og fjöllum, ám og blómum, er tíðast yrkisefni hans, efnið í samlíkingum hans og umgerð hugsana hans. Hann elskaði allt fagurt form, - fagurt og náttúrlegt mál og fallandi stuðla, eins og fagrar hlíðar og fagran hljóm í ám, og þess vegna er mál hans svo lipurt og létt, að hann er í því jafnfjarri öfgum og ósönnum og ónáttúrlegum myndum eins og í hugsunum sínum. Mál sitt sækir hann í hjörtu þjóðarinnar, skáldskapinn tekur hann úr náttúrufegurð landsins" (Hannes Hafstein).

Áður en Jónas hélt utan til náms varð hann fyrir miklum áhrifum frá kvæðum Bjarna Thorarensens, sem sótti form og efni aftur til fortíðarinnar. Í Kaupmannahöfn verður hann aftur á móti fyrir djúpstæðum áhrifum frá þýskum skáldum og þá sérstaklega Heinrich Heine, en Jónas þýddi nokkur ljóða hans, sbr. Stóð ég úti í tunglsljósi.


HÖFUNDUR:
Jónas Hallgrímsson
ÚTGEFIÐ:
2015
BLAÐSÍÐUR:
bls. 315

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :